Vertu hjartanlega velkomin á matstofuna okkar

Matstofan / Gamla Kaupfélagið


DSCF7379.jpg

Gjörið svo vel

Í Gamla Kaupfélaginu á  Akranenesi, rákum við veitingastað frá maí 2016 – mars 2020.

Í júní 2020 opnuðum við matstofu, þar sem afgreiddur er heitur, bragðgóður og vel útbúinn matur í hádeginu sem hægt er að borða á staðnum eða grípa með sér. 

Nýjasta viðbótin hjá okkur er kælirinn. Í kælinum er hægt að fá tvær gerðir af salötum, úrval góðra drykkja og tómatpestóið okkar ásamt því að við leikum okkur með ýmsa skemmtilega hluti sem boðið er upp á í kælinum. Gott til að grípa með sér / borða hjá okkur / eiga sem millimál.

Matstofan skiptist í tvö veitingarými, fremri salinn sem liggur meðfram Kirkjubrautinni og aftari salinn sem áður var Kjörbúðin í Kaupfélaginu og koníakstofa hjá Hótel Barbró. 

Á matstofunni leggjum við upp úr því að hafa gaman, hlýlegt og að kynnast viðskiptavinum okkar. Það skiptir okkur máli að viðskiptavinum okkar líði vel í okkar umhverfi. Hádegismatur er sú máltíð sem margir hlakka til á vinnudegi sínum, við viljum veita snögga, stöðuga og góða þjónustu.

Við bjóðum upp á rétt dagsins, kjúklinga- og fiskrétt vikunnar, einn fastan rétt sem alltaf er í boði, einn vegan / grænmetisrétt. Við gerum okkar meðlæti frá grunni og er úrvalið breytilegt frá degi til dags.

Á matstofunni bjóðum við af og til upp á ýmiskonar pop up og viðburði í mat um kvöld og helgar. Sama má segja í portinu okkar á góðviðrisdögum. Ekki verður um fastan opnunartíma að ræða en hægt er að fylgjast með því á facebook síðunni okkar.

Koníakstofan og Pakkhúsið munu áfram standa fyrir sínu með skemmtilegum kvöldvökum, böllum og öðrum skemmtilegum viðburðum.

Þessir salir henta afar vel fyrir brúðkaup, árshátíðir, stórafmæli, fermingar, fundi, ráðstefnur, starfsmannaskemmtanir ofl.